Í dag var unnið að því að klæða vegginn að utan hinum megin frá. Þar er fura (pallaefni) sem á eftir að bera á og gera huggulega. Lagt var rafmagn í vegginn (hvít snúra á myndinni) svo nú er hægt að huga að og hanna smart lýsingu . Verkið gekk hratt og vel enda veður gott og allar græjur við höndina, þökk sé Eiríki og Gumma. Um miðjan dag var boðið upp á nýbakaða köku en seinnipartinn var allur vindur úr ráðskonunni og Nings sá um kvöldmatinn.
Glæsilegur vegggur 🙂 Maður verður að fara koma og fletja sig út þarna….nóg heitt var án skjólveggs!
nei….Steinunn….Nings !!!!???
glæsilegt
Mér sýnist að við þessar framkvæmdir mæði mest á ráðskonunni. Þeir eru vel haldnir vinnumennirnir í Tungu.
Betur en í Tanga ??