Við Arwen tókum á sprett í dag í Kvennahlaupinu. Fórum fimm kílómetra að þessu sinni og hlupum mestallan tímann, ekkert rölt eða gauf. Alltaf gaman að skokka í góðu veðri og hitta fullt af skemmtilegum konum. Arwen var till fyrirmyndar, margar kvennanna voru með hunda sína með sér, sumir jafnvel í kvennahlaupsbolum. Svo var heilsukaffi hjá Oddu á eftir, ekki amalegt.
Hljóp rennblaut á Hellu 3 km, lítið gengið, meira skokkað og var með þeim fyrstu……ekkert heilsukaffi á eftir 😦
Hljópstu af þér allar kvenfélagskellingarnar? Gott hjá þér!
já ég held það bara…….sást ekkert til þeirra !!!
daginn eftir var ég með þvílíkar harðsperrur að ég var sem spýtukarl að smala rollutu…. úr reitnum okkar 😦