Rakst á gamla mynd af þessum vinkonum sem unnust heitt eins og sjá má. Báðar mikil kúrudýr. Nú er Arwen í blómabrekkunni að prakkarast og Inga mín á heita Spáni.
Rakst á gamla mynd af þessum vinkonum sem unnust heitt eins og sjá má. Báðar mikil kúrudýr. Nú er Arwen í blómabrekkunni að prakkarast og Inga mín á heita Spáni.
Arwen var rosa spræk í morgun og stökk útí næsta limgerði í gleði sinni. Því miður var nýbúið að höggva greinar af trjánum svo hún skar sig hressilega á lærinu. Gleðilætin breyttust því snarlega í sárt ýlfur. Þetta var svöðusár og því var farið með hana til dýralæknis. Þar var hún deyfð og svæfð og saumuð 10 spor. Nú er hún slöpp og sloj og vill ekki einu sinni matinn sinn. Svo fær hún kraga um hálsinn um leið og hún hressist, það eru ekki góðir dagar (né nætur) framundan. En dýralæknirinn dýri er örugglega ánægður.
Það er orðið langt síðan ég hef sett hér inn mynd af tíkinni minni fögru, Arwen. Hún er kát og kelin, ráðsett og geðgóð, trygg og ástúðleg. Hún setur skemmtilegan brag á heimilislífið og er elskuð af öllum sem umgangast hana (flestum). Vegna fegurðar hennar og eðlislægrar geðprýði eru henni fyrirgefnar allar syndir, s.s. tímabundið hárlos og túrdropar, rispur í parketi og hurðum, stundaróhlýðni í hita leiksins, gelt og væl og sníkjur. Hundar kennar manni að lifa í núinu, að elska án skilyrða og hafa ekki áhyggjur af hlutum og drasli.
Heimasíða Arwenar sem fyrrum eigandi hennar gerði 2004