Á Skagaströnd er ekki bara Kántribær. Þar er líka skemmtilegt kaffihús sem heitir Bjarmanes. Sérlega huggulegt, gömul og falleg húsgögn og rósótt bollastell, góðar heimabakaðar kökur og snarpheitt kaffi. Við fengum kaffið úti og nutum veðurblíðunnar með rabarbarapie og gulrótarköku. Rétt hjá er Spákonuhúsið, þar er hægt að skoða hvernig menn bjuggu snemma á tuttugustu öldinni, þrjár fjölskyldur í 50 fm. Í húsinu fékk ég bæði lófalestur og spilaspá svo framtíðin liggur fyrir, björt og fögur.