Ég sá aðallega um eldamennskuna í húsbílnum í sumar. Það er mjög gaman að elda á gashellum, maður er eldsnöggur og hefur algera stjórn á hitanum, aldrei viðbrennt eða ofsoðið. Reiddir voru fram dýrindis réttir, s.s. saltfiskur með döðlum og tómat, kjúklingaréttur með kókos og karrí, smjörsteiktar kartöflur með fersku kryddi, grænmetispanna með kjúklingabaunum, matarmikið salat og svo mætti lengi telja. Brynjar fór líka á kostum þegar hann tók sig til og eldaði steinbít með engifer, chili og hvítlauk.