Ég er alveg sæmilega hress allajafna og þykist heilsugóð þótt ýmsir smákvillar angri mig endrum og sinnum, t.d. munnangur, orkuleysi, vindgangur, magaþemba og brotnar neglur. Ég tók mig til og fór á náttúrulækningastofu Matthildar til að fá svör við því af hverju ég, sem er grönn og spræk kona og borða hollt og reglulega, þrífst ekki nógu vel. Þar var ég sett í einhvers konar rafsegulsmælingafæðupróf sem gefur til kynna hvaða fæðutegundir henta mér og hverjar ekki. Þá kom ýmislegt í ljós, m.a. að upptaka steinefna í líkama mínum er mjög léleg, og að margt sem ég borða og drekk, og held að geri mér gott, veldur mér margvíslegum líkamlegum óþægindum. T.d. tómatsósa, svínakjöt, apríkósur, bananar og appelsínur, rúsínur, kartöflur, hveiti og hvít hrísgrjón, sterkt karrý, mjólkurvörur, tyggjó, ávaxtate, hvítur sykur, lakkrís og unnar kjötvörur eins og kæfa og pepperóní. Að ógleymdu nescafé, hvítvíni og bjór. Í morgunmat var því hafragrautur með hrísmjólk, svo var spelthrökkbrauð með eggi, tómötum, lambhagasalati og avocado í hádeginu. Það er örugglega á sig leggjandi að prófa hvort breytt mataræði hefur einhver áhrif á líðan manns. Eitt hænuskref verður tekið í senn, t.d. á ég hálffullan hvítvínskút sem ég þarf að klára og fullt af æðislegu ávaxtatei, rjóma og mjólkursúkkulaði. Þeir sem þola slíkar veitingar eru velkomnir í heimsókn að neyta þeirra, ég japla á spínatblaði á meðan.
Tja, það er ekki mikið eftir. Þú verður örugglega fílhraust með nýju mataræði en spurning hvernig fer með geðheilsuna…
.. þú fórst nú langt með hvítvínskútinn sjálf þegar ég var hjá þér og hundsaðir boð mitt um speltpizzu með sojaosti….. ertu ekki bara að slá ryki í augu lesenda þinn?????
– annars gott hjá þér að taka til í mataræðinu….
Knús Þura syst sem étur allt sem tönn á festir
Ég treysti á að eitthvað verði eftir af hvítvínskútnum þegar ég visitera þig næst, spínat meððí er bara gott mál.
Ef maður finnur ekki neitt er maður þá ekki bara dauður?
Jamm, dauðans matur.
Tyggjó???? Maður á ekki að kyngja því sko…!!
ja hérna….aldrei má maður ekki neitt…..!!! hvað er eiginlega eftir? fiskur og hrökkbrauð?