Beitt áhöld

Beitt áhöld (Sharp objects eftir Gillian Flynn) segir frá Camille, drykkfelldri blaðakonu sem er send í heimabæ sinn í Missouri til að rannsaka hrottaleg stúlknamorð.  Hún dvelur hjá fjölskyldu sinni sem er vægast sagt furðuleg. Sjálf hefur Camille verið haldin undarlegri þráhyggju frá unglingsárum: að skera sig, rista orð hér og þar á líkama sinn. Sagan er mjög spennandi og persónurnar sjúklega klikkaðar í ást sinni, banvænni umhyggju og eilífri baráttu fyrir viðurkenningu, algerlega staðnaðar í hrútleiðinlegum úthverfum og útbrunnum hjónaböndum. Þetta átti að verða kvöldsagan í húsbílnum en var einum of óhugguleg fyrir okkur mæðgur. Stór galli að sagan er hrikalega illa þýdd.

2 athugasemdir

  1. Um leið og ég las „Beitt áhöld“ þá hugsaði ég, nánast orðrétt, það sama og kemur fram í síðustu setningunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s