Ég hef verið að fara í gegnum myndasafnið í tölvunni í leit að alls konar fjölskyldumyndum til betri varðveislu og sýningar. Þá fann ég m.a. þessa mynd sem tekin var á ættarmóti Ásgarðssystkinanna 2005 ef ég man rétt. Það eru ekki margar myndir til af okkur tveimur saman þar sem hann ef alltaf á bak við myndavélina og þessi er sú eina þar sem við erum að dansa, enskan vals sýnist mér.