Hreinsun

Ég mætti í Eymundsson til að fá bókina mína Hreinsun áritaða hjá Oksanen. En Sofi var orðin svo lúin þegar ég kom korter í sex að hún var búin að draga sig í hlé niðri í kjallara. Afgreiðslustúlkan fór með bókina niður og Sofi klóraði nafnið sitt fyrir mig en ég fékk ss ekki að sjá þessa skrautlegu konu. Í bókinni er grimmdarverkum eftirstríðsáranna í Eistlandi lýst af hlutlægni og kuldalegri fjarlægð sem nístir inn í merg og bein. Rússar vaða um allt með ofbeldi, njósnum og yfirgangi og niðurlæging undirokaðrar þjððar er átakanleg. Grimmd elur af sér meiri grimmd, ást og fjölskyldubönd troðast í svaðið. Skýrslur í lok bókar sem sýna hver njósnar um hvern varpa öðru ljósi á persónurnar en það hefði kannski bara mátt sleppa þeim og halda óvissunni. Þýðingin (úr finnsku) er ágæt en ekki hnökralaus.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s