Það er algjörlega fylgst er með ferðum manns og gjörðum á netinu, gleymum því aldrei. Eftir margvíslegt spilerí á Youtube í gegnum tíðina er stungið upp á lögum sem eru akkúrat fyrir minn smekk (Recommended for you), t.d. þessum gamla slagara . Og það er hárrétt, er það ekki óhugnanlegt?
Já ..ég er í furðulegum flokki hjá Amazon eftir að hafa pantað matreiðslubækur og vaxtaræktarmynd, fæ ég tilboð um huggulegar bækur með kökum og mat ásamt öllu því nýjasta i vöðva og vaxtarækt.
Við erum fórnarlömb markaðsaflanna.
Ég vildi óska að markaðsöflin gerðu meira af því að halda að manni meisturum Clash.