Ég hef verið að jogga með nokkrum kerlum í vinnunni í haust, skokka þetta 3-5 km í rólegheitum einu sinni í viku. Meðfram las ég hina handhægu bók Running and Walking for Women over forty sem Ingibjörg samstarfskona mín lánaði mér. Nú erum við Brynjar búin að skrá okkur á hlaupanámskeið fyrir byrjendur sem hefst í dag hjá Daníel í Afreksvörum. Markmiðið er að hlaupa í Jökulsárhlaupinu sem er 6. ágúst, í ægifögru umhverfi og auðvitað sól og blíðu. Smá nöldur: Bæði Daníel og skrifari síðunnar um Jökulsárhlaupið nota orðið „reynslumikill“ um þá sem hafa hlaupið lengi og markvisst, er ekki miklu betra að vera „reyndur“ hlaupari?
Frábær hugmynd, gangi ykkur vel!
Takk f það. Ég hljóp 4.04 km í gær auk nokkurra hraðaspretta. Vinstri ökklinn hefur ekki alveg þolað álagið. Sennilega þarf ég nýja skó – við nýja dressið!
Farðu nú varlega, – of mikil hlaup eru óholl, – allt er best í hófi. En það verður æðislegt að fara í Jökulsárhlaupið 🙂 Áfram Steinunn og Brynjar!
Er fólk alveg hætt að trimma?
Hey, mig langar að trimma, mér finnst það miklu smartara og ég held að það hljóti að vera flottara dress sem á við trimm. Ég a.m.k. á allt dressið, skóna og gps en nenni hins vegar ekki út fyrir hússins dyr…………
Tek þig á orðinu (fyrsta setningin): Við trimmum á miðvikudaginn, gríptu gallann fína með í vinnuna!