Hlaupár?

Ég hef verið að jogga með nokkrum kerlum í vinnunni í haust, skokka þetta 3-5 km í rólegheitum einu sinni í viku. Meðfram las ég hina handhægu bók Running and Walking for Women over forty sem Ingibjörg samstarfskona mín lánaði mér. Nú erum við Brynjar búin að skrá okkur á hlaupanámskeið fyrir byrjendur sem hefst í dag hjá Daníel í Afreksvörum.  Markmiðið er að hlaupa í Jökulsárhlaupinu sem er 6. ágúst, í ægifögru umhverfi og auðvitað sól og blíðu. Smá nöldur: Bæði Daníel og skrifari síðunnar um Jökulsárhlaupið nota orðið „reynslumikill“ um þá sem hafa hlaupið lengi og markvisst, er ekki miklu betra að vera „reyndur“ hlaupari?

6 athugasemdir

  1. Takk f það. Ég hljóp 4.04 km í gær auk nokkurra hraðaspretta. Vinstri ökklinn hefur ekki alveg þolað álagið. Sennilega þarf ég nýja skó – við nýja dressið!

  2. Farðu nú varlega, – of mikil hlaup eru óholl, – allt er best í hófi. En það verður æðislegt að fara í Jökulsárhlaupið 🙂 Áfram Steinunn og Brynjar!

  3. Hey, mig langar að trimma, mér finnst það miklu smartara og ég held að það hljóti að vera flottara dress sem á við trimm. Ég a.m.k. á allt dressið, skóna og gps en nenni hins vegar ekki út fyrir hússins dyr…………

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s