Ég vek athygli minna dyggu lesenda á að hér til hægri er komin hin langþráða ferðadagbók / húsbílareisuannáll 2010 með glæsilegum myndum og sönnum sögum af hrakningum á heiðavegum.
Ég vek athygli minna dyggu lesenda á að hér til hægri er komin hin langþráða ferðadagbók / húsbílareisuannáll 2010 með glæsilegum myndum og sönnum sögum af hrakningum á heiðavegum.
gamanaessu
Gríðarfagrar myndir og manni fallast hendur við matarlýsingarnar (fimm fræknu hvað? flesk og límónaði virtist þó ekki hafa verið á boðstólum, þið bætið úr því næst). Vantar alveg mynd af Arwan í dúnvestinu.
Þetta er flott!
Þetta var nú ekki gott. Ætlaði bara rétt að kíkja fyrir svefninn en ferðasagan og ekki síður góðu myndirnar héldu mér langt fram yfir heiðinn tíma.
Frábært hvað þú ert dugleg að halda ferðadagbók. Ég keyri bara um landið og finnst margt fallegt og skemmtilegt og nýt þess í botn en er svo búin að gleyma öllu um leið og keyrt er inn fyrir grindarhlið aftur.
Takk fyrir mig
Skemmtileg og lífleg umgjörð utan um alveg einstaklega lystugan matseðil! Ég vissi ekki að það væri svona gott að borða í húsbílum!
Snyrtilega sneitt framhjá Langanesi samt…
Næsta sumar verður sko ekki sneitt framhjá nesinu langa og þér verður boðið létt snarl í húsbílnum.
Ég panta engifersteinbít og tíramisú í eftirrétt..