Kóngur heldur ræðu

Fór á Kóngur heldur ræðu (The King´s Speech) í gærkvöldi með Steinunni Har en áður hafði ég trimmað 7 km í Kársnesi með kall og hund. Myndin er afar vönduð í alla staði, vel leikin, flott tekin og flottar dramatískar senur. Hún fær mjög góða dóma á IMDb og er tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna. Colin Firth (mig dreymdi hann í alla nótt) sýnir rosa góða takta sem uppstökkur, bældur og örvæntingarfullur stamandi prins. Hann þarf að brjóta odd af oflæti sínu gagnvart óvenjulegum talmeinafræðingi, snilldarleikaranum Geoffrey Rush, sem hirðir lítt um titlatog og yfirborðsmennsku en kafar miskunnarlaust í sálardjúp prinsins. Eldri bróðir prinsins og konungsefni átti í ástarsambandi við Wallis Simpson og afsalaði sér krúnunni  í nafni ástarinnar sem frægt er orðið en myndin sem dregin er upp af turtildúfunum er ekki sérlega rómantísk. Ræðan er rosa drama og óborganlegur breskur húmorinn er ísmeygilega fágaður og fallegur, alveg eins og þú, ó Colin draumaprins!

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s