Doris deyr, smásagnasafn eftir Kristínu Eiríksdóttur kom mér verulega á óvart. Hún er spútnik í íslenskum bókmenntum og sögurnar eru frábærar. Þær eru blátt áfram, einlægar, segja frá einmana og ráðvilltu fólki í grimmum og absúrd heimi. Endirinn er óvæntur eða enginn, dramað sérstakt, persónurnar brjóstumkennanlegar. Flott bók (dómur hér og hér).
Að lestri loknum var tími í hlaupanámskeiðinu og ég þeyttist áfram í hraðasprettum og trimmaði á milli í Laugardalnum, held það hafi verið ca 4 km í skítakulda. En mér er illt í vinstri kálfanum, það er eins og sinarnar séu að slitna í sundur. Sennilega hleyp ég eitthvað vitlaust. Áhugasamir geta fylgst með hlaupadagbókinni minni á hlaup.com (félagar) en þar kemur í ljós hvort ég hef þetta af.
varlega systir góð, – ein frænka okkar skemmdi einhverja vöðva við of mikil hlaup og er búin að vera í sjúkraþjálfun og veseni mánuðum saman, gat varla setið á tímabili. Taugar klemmast, vöðvafestingar verða fyrir of miklu álagi, betra að fara sér hægt og þú verður að segja þjálfaranum frá þessu!!