Ég fór í hlaupagreiningu í Afreksvörum. Þá kom í ljós að ég stíg mjög skakkt niður, ekki síst vinstra megin, sem kemur ekki á óvart miðað við mína fótasögu. Svo ég keypti skó með extra stuðningi innan fótar og mjúkum hæl, það er allt annað að trimma á þeim en gömlu Nike Air skónum sem ég hélt að væru toppurinn í dag. Svo nú er mér ekkert að vanbúnaði og get þotið um brekkur, stíga og götur eins og elding.
Mér sýnast þeir líka lýsa í myrkri – hentugt…
Skór ársins, skv. Women´s Running, feb. 2011.