Í vonda veðrinu undanfarið höfum við kúrt inni og horft á þrjár nýjar bíómyndir sem við komum höndum yfir með ólöglegum hætti. Þetta eru reyndar myndir sem ég hefði aldrei keypt mér aðgang að í kvikmyndahúsi svo enginn skaði er skeður.
Gulliver´s Travels með Jack Black er afar klén og ófyndin og tölvugrafíkin frámunalega léleg. Myndin öll eitthvað hallærisleg, illa farið með gott efni. Black Swan er áhrifamikil og vel leikin en mér fannst erfitt að finna til samúðar með þessari einþykku, geðveiku og grindhoruðu ballerínu. Margar senur eru samt flottar og tónlistin í Svanavatninu svíkur engan. The Tourist er svo hæg, klisjuleg og léleg að ég bara skil ekkert í Angelinu að láta Brad vera einan heima með krakkana í margar vikur til að „leika“ í þessari hörmung.
já, hvað er Angelina að pæla??
Black Swan fannst mér alveg hreint afskaplega góð bíómynd. Eini gallinn var handritið, sem virðist ekki hafa boðið upp á það sem úr varð.