Tími nornarinnar á rúv

Ég er ánægð með þann fyrsta af sjónvarpsþáttunum sem byggðir eru á Tima nornarinnar eftir Árna Þórarinsson. Einar blaðamaður er skemmtileg týpa, töffari, eldklár og ófyrirleitinn, með ískaldan húmor og heitar skoðanir, alveg tilvalinn á bíótjald eða sjónvarpsskjá. Mér fannst leikurinn áberandi góður í þættinum, Hjálmar Hjálmarsson er bara alveg eins og Einar. Allir eru einhvern veginn afslappaðir og kasjúal, málfarið eðlilegt og tilsvör fyndin. Íslenskir leikarar eru oft svo stirðir og leikritslegir í bíó, bæði í orðfæri og framsögn, en það fer þó batnandi. Svo er líka gaman að sjá ný andlit á skjánum, Þórunn Magnea sýndi dramatíska takta á elliheimilinu og flissandi menntaskólastelpur voru frábærar. Myndataka og klipping er til mikillar fyrirmyndar, gaman að norðlensku vetrarríki sem leikmynd og bíll Einars, sem gerir það gott í upphafs- og lokastefi þáttanna, er bara algjört brill. Ekki spillir að sagan gerist á Akureyri, þeim fagra bæ. Ég bíð spennt eftir framhaldinu.

3 athugasemdir

  1. Algjörlega sammála – fannst reyndar fullmargar svona útibílasendur í snjó – var eiginlega orðin bílveik….. svo var skemmtileg leiðin sem hann fór til Húsavíkur. En löggan var dásmaleg í þeim bæ – og tilsvörin eru svo fyndin. Það var kominn tími á þátt með humör á Rúv.

  2. Þetta þynntist reyndar verulega út í restina. Og alveg týpískt fyrir íslenskar glæpasögur, morðið var svo bara óvart…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s