Svívirða

Ég er að brjótast í gegnum Svívirðu eftir Lotte og Sören Hammer. Það er einmitt svívirðilega leiðinleg bók og frekar stirðlega þýdd. Efnið er erfitt og viðkvæmt: er réttlætanlegt að drepa barnaníðinga? Hef eytt of miklum tíma í hana nú þegar og enn eru 100 síður eftir. Verð að finna mér einhverja aðra bók til að kjamsa á um páskana.

2 athugasemdir

  1. Ég get lánað þér ,,Force of Nature“ sem er ævisaga Linus Pauling. Kall var einhver merkilegasti maðurinn sem uppi var á 20. öldinni og er m.a. eini maðurinn sem hefur fengið nóbelsverðlaun í tveimur flokkum og ekki þurft að deila þeim. Hann var umdeildur fyrir ýmsar sakir, m.a. var hann sakaður um að vera kommúnisti og Kaninn ætlaði ekki að leyfa honum að taka við friðarverðlaunum þess vegna. Ástæðan var einfaldlega sú að hann var andstæðingur framleiðslu á gereyðingarvopnum.

    Hann var frumkvöðull í mjög svo umdeildri læknismeðferð, ofurskömmtun C-vítamíns. Svo trúaður var hann á ágæti C-vítamíns að þegar konan hans fékk krabbamein þá beitti hann C-vítamíni í von um að hún læknaðist.

    …og svo margt, margt fleira. Til hvers að lesa skáldskap þegar raunveruleikinn er hvort um sig skáldlegri og skemmtilegri?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s