Það er ósmekklegt að tala um að Bin Laden hafi verð drepinn eða felldur eins og sagt er í fjölmiðlum burtséð frá hvaða voðaverk hann hefur drýgt. Ísbjörninn sem gekk á land fyrir vestan var drepinn / felldur en þessar sagnir notar maður ekki um manneskjur. Bin Laden var myrtur í rúmi sínu.
Í lögum er talað um dráp; manndráp.
Er þetta ekki bara byggt á sama misskilningi og ,,éta“ vs ,,borða“ og ,,bæ“ vs ,,bless“?
Af gáleysi?
Það er ekki misskilningur með éta og borða td., annað á einmitt við um dýr en hitt um manneskjur, svona ef maður vill vera síviliseraður…
Ég reikna þá með því að át forfeðra okkar hafi gert þá að dýrum? Alveg er ég sannfærður um að svona orðapjatt kemur með dönskum húsfrúm einhverntíman á 19. öld.
…og nei, ekki bara af gáleysi
Það er ekki rétt að drepa fólk, bandaríkjamenn eru alveg sömu morgðingjarnir og hryðjuverkamennirnir, sagan heldur áfram og nú þarf örugglega að hefna þessa dráps…..er heimurinn allur á sturlungaöld eða…..?