Maður í myrkri

Maður í myrkri eftir Paul Auster var á náttborðinu síðustu daga. Ekki var gagnrýnandi NY Times hrifinn. En ég er stórhrifin að því undanskildu að þýðingin er því miður óttalegt klambur en við því getur Paul Auster lítið gert. Alltof víða eru illa þýddir frasar,  mikið af lausum greini (hin, hinn) og þýðingabragur (af ensku) á setningum.  Af því að ég var enn í stuði eftir að hafa setið í hinni frábæru þýðingarnefnd 2010 hripaði ég hjá mér nokkur dæmi um það sem betur mætti fara og birti hér örfá þeirra:

„Í morgunsár næsta dags vaknar hann… (12). Þegar hann kastar skilnaðarkveðju á Brick… (18). Ég tek mér stundarhlé til að skipta um stöðu í rúminu… (29). …sem ýtir á undan sér innkaupakerru fylltri eigum sínum… (30). …sundursprengt átakasvæði hrannað rústum og líkömum andvana borgara… (32). Ég er að hlusta vinur. Ég er ekkert nema eyrað (37). Áður en hún hleypir sjálfri sér út… (45).“

Svo má spyrja, hvernig pissar maður í gat á flösku? (sbr. bls. 50).

2 athugasemdir

  1. Alveg get ég tekið undir þetta þó ég hafi ekki lesið þessa tilteknu bók. Alltof oft sem enskan skín í gegn. En svo þarf ekki þýðingar til að maður hnjóti um ambögur sbr. þessa úr nýjustu bók Yrsu Sigurðar:
    „Það var varla nokkuð eftir af höfðinu nema beinin ein og húðin minnti einna helst á lint vax, eins og andlit mannsins væri að bráðna.“ (bls. 230). Ekki verið að lýsa líki heldur lifandi manni sem ein aðal söguhetjan er að tala við!

  2. ,,Sem tilraun ákvað ég að nota Google Translate að þýða þessa setningu frá ensku yfir á íslensku. Það mun sennilega gera bara eins gott.“
    – Ekki fjarri lagi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s