„Úttekt“ á framhaldsskólum

Ég er búin að skoða svokallaða „úttekt“ á framhaldsskólum sem tímaritið Frjáls verslun hefur búið til eða látið búa til og auglýsir grimmt þessa dagana. Hún er óttalegt bull frá byrjun til enda og gefur bæði einhæfa, villandi og takmarkaða sýn á íslenska framhaldsskóla. Segir það eitthvað stórkostlegt um skóla og skólastarf að hafa unnið þýskuþraut, söngkeppni, Morfís eða Gettu betur? Eða hvað margir umsækjendur eru um hvert pláss? Það væri beinlínis óeðlilegt ef MR sem er efstur skv. stigagjöf í „úttektinni“ kæmi ekki „best“ út, m.v. hvað mörg prik eru gefin fyrir að vinna í keppni, fyrir utan að í þeim skóla eru frekar fáir nemendur teknir inn, valdir eftir einkunnum, inn á tvær stúdentsbrautir? Hvaða tíðindi eru það að bestu bóknámsnemendurnir standi sig best? Ekki viljum við að allir framhaldsskólar séu eins og MR, með fullri virðingu fyrir honum? Breyturnar í „úttektinni“ gefa einfaldar, flatar og fyrirfram ákveðnar niðurstöður. Ég vona að fólk kynni sér þetta vel, kokgleypi ekki vitleysuna eða tyggi hana upp úr Frjálri verslun.

4 athugasemdir

  1. Þetta er endemis vitleysa. Þú ættir kannski að svara þessu á opinberum vettvangi? …og þó, þjóðmálaumræðan kýs nú yfirleitt yfir sig bull og vitleysu.

  2. Hinsvegar má alveg meta gæði stofnana á faglegan hátt ef það ýtir undir metnað t.d. elliheimilum, sambýlum og skólum! Ekki vil ég lenda á afburðalélegu elliheilimi þar sem enginn nennir að skemmta mér eða skeina!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s