Ég hef verið á sumarferðalagi um Snæfellsnes undanfarna daga í dásamlegu veðri og skemmtilegum félagsskap. Það er mjög eftirminnilegt að hafa farið upp á topp á Snæfellsjökli í glampandi sól og útsýnið var stórkostlegt. Ég ætla að vera dugleg að hreyfa mig í sumar og helsta afrekið hingað til er skokk frá Hellissandi til Ólafsvíkur, samtals um 9 km. Það var hressandi, hljóp í gegnum tryllt kríuvarp og í miklum mótvindi. Heiti potturinn á Ólafsvík var æðislegur!
Öflug ertu! Like á það.