Í dag er jarðsungin Bergþóra Bachmann, stúlkan sem ól Arwen upp og gaf okkur hana árið 2009 þegar hún ákvað að flytja til Sviss þar sem hún lést á dögunum í umferðarslysi. Hún fylgdist vel með tíkinni sinni og saknaði hennar mikið. Hún hafði síðast samband fyrir nokkrum dögum og þegar við svöruðum og sögðum henni hvað okkur þykir endalaust vænt um Arwen og sögðum nokkrar sögur af henni, kvaðst hún hafa klökknað og vita í hjarta sínu að tíkin væri í góðum höndum. Við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga Arwen og njóta samvista við hana, svona fallega og góða tík, hún er yndisleg og hefur gefið okkur svo margt.