Mér finnst undarleg þróun hafa orðið á þessu Strauss-Kahn-máli. Það er auðvelt að koma fyrir fölsuðum sönnunargögnum og gera andstæðing ótrúverðugan ef maður á peninga og volduga vini. Er hér ekki ójafn leikur, annar vegar ríkur og frægur hvítur karl í valdastöðu og hins vegar fátæk herbergisþerna, dökk á brún og brá? Á hún nokkra möguleika gegn karlinum?
Hugsanlega bæði og. Þ.e.a.s. þessir saksóknarar í Bandaríkjunum (sem, ath., eru í pólitík) eru óútreiknanlegir. Þeir kunna að vilja ná til litla mannsins og þá er flott að ferilsskráin hafi að geyma stórsigra á jakkafataköllum.
Núna virðist þernan okkar hins vegar vera ansi óheppin.