Endalok Harry Potter?

Skellti mér á hinstu Harry Potter myndina í gær. Þar er lopinn teygður verulega og aldeilis búið að tutla þetta dæmi til enda skulum við vona. Mörg atriði í myndinni voru alltof löng og hæg og endirinn orðinn verulega fyrirsjáanlegur. Stríðið um Hogwarts var aldrei tvísýnt eða spennandi að nokkru leyti, ekki eins og t.d. í Lord of the Rings þar sem spennan í bardögunum var næstum óbærileg og blóð og gor spýttist um allt. Þá vantaði alveg almennilegt drama og krefjandi spurningar um að fjölmargir unglingar létu lífið í baráttunni gegn hinum illu öflum Voldemorts. Bíómiðinn kostaði 1400 krónur og þrívíddargleraugun 140 að auki. Popp og kók 700 á mann. Ef fjögurra manna fjölskylda hefur séð allar myndirnar átta  í bíó erum við að tala um fimmtíuþúsund kall á heimili sem hafa runnið til draumaverksmiðjunnar í gegnum árin. Góður bissness það.

2 athugasemdir

  1. Næst geturðu sparað með því að fara í Háskólabíó (þarft ekki að kaupa gleraugun þar, heldur færð lánuð :)). Ég var sjálfur mjög ánægður með lokakaflann, en það kom í sjálfu sér ekkert á óvart í myndinni, enda las ég bókina mjög fljótlega eftir að hún kom út.

    Bestu kveðjur úr Laugardalnum.

  2. Heill og sæll ævinlega, auðvitað er Háskólabíó langbesta bíóið, maður er bara orðinn svo mikill úthverfaborgari að kvikmyndahús í vesturbæ Reykjavíkur er fáránlega langt í burtu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s