Sumarfrí II

Þá er sautján daga árlegu úthaldi í húsbílnum lokið. Að þessu sinni var það hið fagra Snæfellsnes og Landmannalaugar. Þessa staði er hægt að heimsækja aftur og aftur. Veðrið var gott mestallan tímann (jákvæðnin í öndvegi). Planið um að hreyfa sig á hverjum degi gekk ekki alveg eftir en það eru nokkrir dagar eftir af sumarfríinu og kortið mitt í Hreyfingu hefur verið alveg óhreyft alllengi. Ferðin var frábær en það var gott að komast heim í mjúka bólið sitt,  í heita sturtu og sjónvarpssófann, þrátt fyrir flögrandi húskanínur, andfúlan ísskáp og skrælnuð sumarblóm. Nú er að söðla um, bara útsölur, pinnahælar og gloss, heimsóknir og kaffihúsahangs framundan. Ferðasagan 2011 birtist hér bráðlega, reynið að hemja ykkur, lesendur góðir, meðan ég græja hana og set inn myndirnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s