Slysaskot

„Það bar við á þessu vori (1851), að Hallgrímur Hallgrímsson, bóndi að Vík í Flateyjardal, ætlaði að draga skot úr byssu. Hljóp það óvænt af meðan hægri handleggur hans hvíldi á byssuopinu og hljóp skotið gegnum handlegginn. Var hjeraðslæknir Eggert Johnsen á Akureyri þegar sóttur og sneið hann af honum handlegginn nokkru fyrir ofan olnboga. Eftir það hann hafði þannig heppilega lokið þessu verki kauplaust og jafnframt tekið eftir hinum bágu heimilishögum þessa fjölskyldumanns, sýndi hann ótilkvaddur það veglyndi, er hann var kominn heim, að gangast fyrir gjafasöfnun handa hinum limlesta sjúklingi meðal kunningja sinna og mannvina á Akureyri, svo að hann vonum fyr sendi 100 rd. honum til hjálpar í fátækt hans og atvinnutjóni. … – Eftir þetta smíðaði Hallgrímur margt með einni hendi, svo að snild var að.“ (Annáll nítjándu aldar, II. bindi 1831-1856: 318-19, safnað hefur Pjetur Guðmundsson, prestur í Grímsey)

2 athugasemdir

Skildu eftir svar við Steinunn Hætta við svar