Bavíani

Bavíani eftir dönsku skáldkonuna Naja Marie Aidt inniheldur nokkrar eitraðar smásögur. Það sem þær eiga sameiginlegt er að lýsa grimmd og einmanaleika og því hversu lítið þarf til að hvunndagurinn breytist í martröð. Fyrsta sagan grípur mann strax, um litla fjölskyldu sem villist í sumarfríinu, og svo taka þær við hver af annarri, sögur af vondu fólki eða þegar líf venjulegs fólks tekur kollsteypu af því að í raun er það reist á sandi. Víða koma börn við sögu og það sker í hjartað að lesa um vanrækslu og ofbeldi. Titilsagan er átakanleg og sýnir vel hversu skjótt veður geta skipast í lofti. Mér finnst sögurnar magnaðar, spennan listilega byggð upp (t.d. sagan sem gerist í matvörubúðinni) og stíllinn hrár og raunsæislegur, persónurnar margbrotnar og grunnt á því góða í þeim þegar kreppir að. Í Bavíana er mannlegt eðli sýnt í köldu og nístandi ljósi, grimmdin afhjúpuð og engin miskunn. Það er stutt í dýrseðlið, apann í okkur mönnunum. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er afbragðs góð.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s