Skuldir heimilanna

Eru allir sem ég þekki búnir að skrifa undir áskorun hjá Hagsmunasamtökum heimilanna? Hjá mér kviknar vonarglæta um sanngirni, réttlæti og jöfnuð þegar ég heyri málflutning þessara góðu samtaka. Ég hélt ég ætti mér forsvarsmenn fáa og væri barinn þræll og arðrændur aumingi. En þrátt fyrir eðlislæga bjartsýni, grunar mig innst inni að dómstólum verði aldrei leyft að dæma þetta ólöglegt eða óréttlætið verði leiðrétt. Voldug öfl í samfélaginu og pólitíkinni eiga ríkra hagsmuna að gæta og þeir hagsmunir hafa hingað til verið settir ofar en skuldir og reytur almennings. Ef skrúfað verður fyrir peningastreymið úr buddu fólksins inn í bankana, hvað gerist þá? Hræðsluáróðursmaskínan er strax farin af stað, það verður enginn lífeyrir til skiptanna, engin velferð og allt fer fjandans til. Látum ekki ljúga meira að okkur. Skrifum undir og heimtum réttlæti!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s