Hjartadagurinn

Loksins fór ég út að skokka eftir langa hvíld. Ég er svo ánægð með RM að ég hef setið mest á rassinum síðan og stært mig af afrekinu. Heiðmörkin heillaði í góða veðrinu í gær og þar var skondrast eftir grýttum krákustígum og svitnað sæmilega. Nú er stefnan tekin á Hjartadagshlaup, sunnudaginn 25. sept., það hvetur mann heilmikið að hafa markmið til að stefna að, helst vil ég hlaupa hraðar en síðast… Er einhver sem vill koma með mér? Allir komast 5 km með smáundirbúningi, hver fer á sínum hraða og ekkert stress! Hjartað þarf að pumpa, lungun þrá súrefni, vöðvarnir liðkast og mýkjast við hreyfingu!

3 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s