Dyttað og dólað

Helgin var viðburðarík og veðrið yndislegt. Við vorum mest að dytta að húsinu og slappa af. Í klaufaskap læsti ég lyklana inni í bílnum á laugardaginn og mátti eftir mikið þras og bras punga út 5000 kalli handa lásasmið sem opnaði á innan við 15 sekúndum. Ég bakaði speltpizzu og hráköku, gluggar hússins voru málaðir, útidyrahurðin sömuleiðis og bréfalúgan endurnýjuð, farið í Sorpu og m.a.s. í berjamó með tíkina en Arwen er vitlaust í ber og ryðst yfir þúfurnar slafrandi og másandi, alsæl. Heiðar og Signe duttu inn í ánægjulega heimsókn og svo kom flísarinn tilvonandi sem ætlar að gera tilboð í baðið okkar. Framvinda þess verkefnis verður að sjálfsögðu hér í máli og fyrir/eftir- myndum. Ekkert  var hlaupið um helgina enda bara ágætt að hvíla sig á því stundum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s