
Það er ljóst að haustið er að læðast að. Það kemur með hressandi hlaupatúra innan- og utanbæjar, bláber og slátur, kertaljós, hlýtt teppi og góða bók. Endurfundir við hressar Þórshafnarstelpur, samveru með systrum og fjölskyldu. Fyrirhugað er ferðalag til útlanda. Og annir í starfi og námi. Ég hlakka til.
hvert ertu að hugsa um að skella þér erlendis. við hjónin erum að horfa til Parísarferðar eftir erfitt sumar og haust hér norðan heiða…
Það á að fara í Bandaríkjahrepp. Ykkur veitir ekki af smá tilbreytingu, sól og hlýju eftir sumarið. Frýs ekki saman heyskapur og sláturtið núna?
jú svo sannarlega, það er verið að hamast í rúlluheyskap ík dag 18. sept..
Þetta er svaðalegt. Láttu vita af þér þegar þú kemur í bæinn, fáum okkur kaffisopa og drögum HK með okkur.