Ég las í blaðinu í morgun að skattrannsóknarstjóri sé að rannsaka fjölda skattaskjólsmála. Einhverjir stungu eignum og peningum undan og græddu verulega á hringlinu í kringum bankahrunið, t.d. með svokölluðum afleiðsluviðskiptum og gjaldeyrisbraski. Hagnaður af slíkum viðskiptum er skattskyldur, upp á 10%. Dæmi er tekið í blaðinu um að ef hagnaðurinn nemi fimm hundrað milljónum eigi skattur og sekt að vera 100 milljónir. Fimm hundruð milljónir, hvað eru það mörg ævistörf? Mér finnst alveg merkilegt að ef maður græðir á viðskiptum þá borgar maður 10% skatt en ef maður vinnur venjulega daglaunavinnu borgar maður 40%. Ætti þetta ekki að vera öfugt?