Hjartadagshlaupið

Þetta var virkilega erfitt! Ég hljóp hraðar en ég er vön til að halda í við þá sem skokkuðu á undan mér. Ég var alveg að springa og þurfti að nokkrum sinnum að kasta mæðinni en bætti tímann minn úr RVKmaraþoninu verulega. Í því hlaupi ríkti fjölskyldustemning og fagnaðarlæti á hverju götuhorni en í morgun var slagviðri með sólarglennum inn á milli og fáir á ferli. Hlaupið var erfitt en á endasprettinum átti ég samt nóg til að taka fram úr einni sem ég hafði  hangið í hálfa leiðina. Þá sá ég líka tímann og það hvatti mig til að spretta úr spori. Ég hélt það myndi líða yfir mig á eftir. Ég er því verulega stolt af árangrinum, 10 km á 55 mínútum! Allar MK-kellurnar tóku 5 km í MK-bolum, bættu tímann sinn og voru alsælar en við höfum verið duglegar að æfa saman í haust. Þá er að huga að næsta hlaupi…

5 athugasemdir

  1. Takk takk elskurnar, Af þessu má sjá að antisportistar, sófakartöflur, fyrrverandi reykingamenn, værukærir bókaormar og dugnaðardjammarar eins og ég geta tekið sig upp á gamals aldri og skokkað sér til ánægju og heilsubótar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s