Hefndargyðjan

Ég er alltaf veik fyrir dönskum reyfurum og ætlaði að gleypa í mig Hefndargyðjuna eftir Söru Blædel. Sagan hefst með spennu og hörmulegum atburði en atburðarásin er síðan þvæld og þynnt út á 428 bls. Lýsingar á krufningum og leit að augljósum vísbendingum eru alltof langdregnar og persónurnar ekki neitt sérstaklega heillandi. Aðalpersónan Louise er ósköp venjuleg og ég gat ómögulega komið auga á að hún væri snilldarlögga. Útúrdúrar um Camillu vinkonu hennar í USA voru út úr kú og of mikið lagt í þá miðað við það litla sem hún uppgötvaði um málsatvik. Ég hef ekki lesið fyrri bækurnar tvær um Louise og ævintýri hennar svo e.t.v.þekki ég persónurnar ekki nógu vel. Þýðingin er ekkert sérstök heldur.  Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa bók og bókarkápan er alveg glötuð.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s