Nú eru að hefjast framkvæmdir hér á heimilinu. Búið er að rífa allt innan úr baðherginu, bera steypuklumpa og flísabrot út í stórum fötum og keyra nokkrar ferðir í Sorpu. Í fyrramálið mæta hér vaskir iðnaðarmenn sem hafa lofað að vera hálfan mánuð að búa til draumabaðherbergið.
Bíð spennt eftir „fyrir“myndum…
Þær eru alveg að koma en „eftir“myndirnar eru enn meira spennandi.
ég hlakka til að sjá fyrir-videóíð sem þú tókst og hafðu það þá með tali ef það er nokkur kostur.