Fyrsta kvöldið í Boston, 5. okt., var fréttatíminn undirlagður af andláti Steve Jobs, „an Entrepreneur and a Business man, always a step ahead…“ Applebúðin er glerhýsi á þremur hæðum og á gangstéttina hafði fólk lagt blóm og kerti, hálfnöguð epli og orðsendingar eins og: Steve, you made our lives richer, We love you…“ Ég keypti mér Ipod Touch og er að fikra mig áfram með að læra á hann. Er soldið eins og risaeðla, kann ekkert á svona snertiskjá. Tókst samt að hlaða inn 2 dægurlögum á poddinn með aðstoð Ingu. Allt viðmótið er einfalt, lógískt og smart; myndir, tónlist, net, litlir forritsstubbar, e-bækur omfl. Ég er heilluð.
Mín aldeilis orðin tæknivædd:-) til lukku með þetta og velkomin heim:-)
Í Boston eru allir með podda og pikka á þá í tíma og ótíma, á kaffihúsum, í biðröðum, á gangbrautum…
er til líf án podda?
Ekki lengur.
en ætlar þú bara að hafa 2 lög á honum????
Þetta gengur voða hægt, held þau séu orðin 7 núna. Ég hef pláss fyrir 2000 klst af lögum og er búin með ca 20 mín…