Í tilefni af því að liðin verða hundrað ár frá fæðingu afa míns, 26. okt. 2011, var í dag haldið samsæti honum til heiðurs. Þar var stutt dagskrá með ræðu og söng síðan var hulunni svipt af síðu eða bloggi þar sem safnað er saman efni um hann, einarkristjansson.wordpress.com. Afi var rithöfundur, hagyrðingur, útvarpsmaður og afar músikalskur en hann gerði plötu þar sem hann spilaði á tvöfalda harmónku. Han lést 6. júlí 1996. Um 70 manns komu og glöddust saman, rifjuðu upp kynni sín af afa og fjölskyldunni. Sérlegur heiðursgestur var amma sem komin er á tíræðisaldur og lætur engan bilbug á sér finna.
þetta var hin skemmtilegasta stund og bloggsíðan er frábær hjá þér systir kær