Nei en mér líst vel á hana. Hef því miður ekki fengið neinar bækur frá mbl að ritdæma í ár svo ég er orðin plága á bókasöfnum bæjarins. Kýrnar hafa alltaf verið í útláni. Ert þú búin að lesa eitthvað skemmtilegt?
er lítið byrjuð á nýju bókunum en hef verið að taka til í bókakosti okkar og rekist á ýmislegt, bóndi minn hlær upphátt á kvöldin núna að smásögum afa þíns og ég er að lesa „Milli trjánna“ og finnst eins og ég sé að lesa hana í fyrsta skipti þó það sé sjálfsagt hið þriðja, las gamlingjann um daginn og hló og hló, las síðan
ég er að byrja á Ólafi Jóhanni, alltaf verið hrifin af ljóðrænunni í bókunum hans og er dálítið svag fyrir svona stórum ættarsögum, hann er svo næmur á smáatriði að þetta verður svona yndislestur með lykt og lit, ég les nefnilega alltaf upp hér í litla notalega bókasafninu okkar fyrir jólin og fæ þá forskot á sæluna með að lesa eitthvað sem mig langar að segja frá.. trúi þér með Vigdísi, hún hefur stundum hitt mig alveg en stundum ekki náð mér…
bíddu lykilorð hvað og bókavertiðin að byrja
Þetta er eitthvað klúður, held það sé komið í lag. Það á ekkert lykilorð að vera, mínir dyggu lesendur eiga að hafa greiðan aðgang.
gott gott, ertu farin að glugga í kýr stalíns
Nei en mér líst vel á hana. Hef því miður ekki fengið neinar bækur frá mbl að ritdæma í ár svo ég er orðin plága á bókasöfnum bæjarins. Kýrnar hafa alltaf verið í útláni. Ert þú búin að lesa eitthvað skemmtilegt?
er lítið byrjuð á nýju bókunum en hef verið að taka til í bókakosti okkar og rekist á ýmislegt, bóndi minn hlær upphátt á kvöldin núna að smásögum afa þíns og ég er að lesa „Milli trjánna“ og finnst eins og ég sé að lesa hana í fyrsta skipti þó það sé sjálfsagt hið þriðja, las gamlingjann um daginn og hló og hló, las síðan
Gleður mig að heyra með smásögur afa! Sé að þú ert lúsiðin við lesturinn. Nú er ég að brjótast í gegnum Vigdísi, hún er doldið erfið.
ég er að byrja á Ólafi Jóhanni, alltaf verið hrifin af ljóðrænunni í bókunum hans og er dálítið svag fyrir svona stórum ættarsögum, hann er svo næmur á smáatriði að þetta verður svona yndislestur með lykt og lit, ég les nefnilega alltaf upp hér í litla notalega bókasafninu okkar fyrir jólin og fæ þá forskot á sæluna með að lesa eitthvað sem mig langar að segja frá.. trúi þér með Vigdísi, hún hefur stundum hitt mig alveg en stundum ekki náð mér…
Ég væri til í að sitja á bókasafninu ykkar og hlusta á hljómmikla röddina og þinn frábæra norðlenska framburð á dramatískum ættarsögum.