Konan við 1000°

Ég hef alltaf haft dálæti á verkum Hallgríms Helgasonar. Frjálslegt flæðið, endalausar hugmyndirnar, orðaleikirnir, íronían og hnyttnin eru heillandi. Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason er frábær saga. Aðalpersónan Herbjörg María er magnaður töffari og svarkur mikill sem bíður dauðans í bílskúr með tölvugarm og hárkollu (biðukollu, er það ekki snilld?!). Lífshlaup hennar er ótrúlega skrautlegt og persónurnar kostulegar, s.s.  faðir hennar, Björn nasisti, móðirin Marsibil úr Breiðafirði og amman sem varð hundrað ára. Þá er eiginmaðurinn Bæring bærilega flottur  og minnir mest á Magnús í Bræðratungu. Breiðafjarðarkaflarnir eru snilldarlega vel skrifaðir (saga Svita-Gunnu er óborganleg)  lýsingar á heimstyrjöldinni eru hrikalega spennandi og pælingar hennar um lífið, samfélagið, fjölskylduna, móðurhlutverkið, karlmenn, stríð og frið og ást eru skemmtilega háðslegar. Kaflinn um stofnun íslenska lýðveldisins er líka frábær. Hallgrímur er skáld stílbragða og frumlegs myndmáls, orðgnóttar og frjórra hugmynda, hann notar stuðlasetningu, rím og húmor á listilegan hátt sem bræðir hjarta mitt alveg. Ég fell fyrir hraustlegu yfirskeggi sem verður haustlegt (306), íslenskri þagnahefð (80), meistara Jakob (53), bílatúni og bensínhofum (349), og því að varðveita eydóminn (379). Ég skemmti mér stórvel við lesturinn og leiddist aldrei, bókarkápan er hinsvegar herfileg.

3 athugasemdir

  1. nammi namm….hljómar mjög girnileg:-) ég verð nú að segja að bara það sem þú skrifar um bókina er listilega vel skrifað:-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s