Valeyrarvalsinn

Í Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra stíga fram dramatískar persónur sem hver á sína sögu. Þungbær örlög stíga dans við hversdagslegt líf í litlu plássi. Fólkið þekkist en þó ekki, lifir sínu lífi í friði og ró, ræktar garðinn sinn, lumar á leyndarmálum, fer á kóræfingu og hugsar til barnanna sem flutt eru suður. Sögurnar eru listilega byggðar og gerast á örfáum augnablikum, þær sitja í sagnasveig þar sem sama rödd talar í byrjun og við sögulok um þokuna sem læðist inn af hafinu, það er einhver alsjáandi þokulúður og síðdegisgola sem leiðir lesandann inn í þetta pláss sem er alls staðar og hvergi. Snöggum svipmyndum af fólki og samfélagi er brugðið upp en forsaga og eftirmál læðast að manni milli línanna svo persónurnar verða manni hjartfólgnar. Ógæfa séra Sæmundar er grátbrosleg og kaflinn um Smyril skáld (Thor) er eins og fallegt ljóð, raunasaga læknisins, klaufska Jóa, angist Svenna og einsemd Jósu nísta í hjartað.  Yfir sögunum hvílir ljúfsár tregi, sjaldséð samúð og væntumþykja sem minna okkur á að lífið er yndislegt um leið og það er bæði sárt og hverfult. Listavel skrifað, samið og útpælt.

Ég heyrði Guðmund Andra lesa úr bókinni á dögunum og það er unun að hlýða á hann. Ekki spillti fyrir að þegar upplestri lauk léku hinir Ástsælu spaðar nokkur frábær lög með stórskemmtilegum textum eins og þeirra er von og vísa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s