Hálendið eftir Steinar Braga

Steinar Bragi er einn af flottustu „ungu“ skáldunum í mínum huga og nýja bókin hans er mögnuð. Hálendið segir frá tveimur pörum á jeppaferðalagi, með veiðigræjur, ipod, steikur og hvítvín í skottinu. Þau hyggjast gera sér glaðan dag í fögru landslagi í grennd við Öskju. Þetta er borgarfólk, malbiksgaurar og framapotarar, hrungæjar og uppagellur, dramatískar og lífsreyndar persónur sem eiga hver sína fortíð, brotakennda sögu um uppvöxt og mótun sem varpar ljósi á þær. Heilmikil sálfræðistúdía. Hrafn hefur auðgast á verðbréfum og yfirtökum, Vigdís er einmana og reynir að halda sönsum í trylltum heimi, Egill hefur tapað öllu og stefnir í glötun, Anna er með minnimáttarkennd, sjálfhverf og týnd. Hvernig vegnar þessu fólki þar sem náttúran er viðsjál, myrkrið varasamt og hættur í hverjum hól? Dularfullir atburðir gerast, pörin setjast upp hjá grunsamlegum skötuhjúum á afskekktum bæ, vinátta og fjandskapur takast á,  nánd og samskipti reyna á þolrifin, alls konar tilfinningar, flækjur, fortíðarvandi, losti og græðgi skjóta upp kolli og sundra hópnum þar til hver og einn mætir hryllilegum örlögum sínum. Hrikalega spennandi saga sem í lokin er hvorki hægt að lesa né leggja frá sér.

6 athugasemdir

  1. Verð að vera algerlega ósamála um ágæti þessarar bókar. Sagan af tengslalausa nútímafólkinu er ekki neitt neitt, hvað þá hryllingssagan. Ég bara get ekki fundið mig í neinu af þessu, klisjur á klisjur ofan sem vekja hvorki áhuga minn né ónotakennd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s