Þá er baðið endanlega frágengið. Hafsteinn rak smiðshöggið á sunnudaginn. Síðasti snaginn fór upp, spegill og ljós fyrir ofan vaskinn og flottasta baðherbergi bæjarins komið í fullt brúk. Við eigum þó eftir að gera upp við Flísaverk sem enn á eftir að laga flísafúguna á gólfinu áður en borgum restina af reikningnum. Við erum svona ca. 80% ánægð með þá, þeir voru of lengi og of margir í verkinu en gerðu margt vel og voru frekar kammó.
Frábært baðherbergi, glæsilegt! Til hamingju 🙂