Einfaldur grænmetisréttur var á borðum í gærkveldi. Karrímauk og olía á pönnu. Hálfþreytt grænmeti úr ísskápnum: hálfur laukur, hálft epli, hálf sæt kartafla skorin í strimla, 3 skorpnar gulrætur, frekar óþroskað avokadó, 1-2 hvítlauksrif og kjúklingabaunir sem ég á alltaf til soðnar og frystar. Steikt mjúkt, ein dós kókosmjólk yfir og látið malla. Bæta við 3-4 niðursneiddum döðlum og 10 rúsínum. Kryddað með meira karrýi ef vill og kóríander, kókosmjöli stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Yndislegur pottréttur en ég er viss um að það voru 11 rúsínur í honum………