Tískan fer í hringi og nú er maður orðinn svo gamall að upplifa forna tísku sem nýja. Upp úr djúpum fataskápsins dró ég gamalt brúnt leðurpils sem Soffía frænka gaf mér fyrir löngu og dubbaði mig upp í afmælisveislu. Varð fyrst að fá blessun Ingu tískulöggu sem tók myndina á ipodinn og samþykkti dressið þar með.
Megaflott pils!
Skil ekkert í Ingu að hafa ekki hrifsað til sín pilsið!
Jájá þetta er hægt fyrir þær sem eiga almennilega fataskápa. Mínir fataskápar eru þannig úr garði gerðir að fötin hlaupa í þeim!
Annars er alveg sama hverju þú klæðist, alltaf flott!
Engin smá skvísa!!