Kýr Stalíns

Kýr Stalíns eru geitur segir í samnefndri bók Sofi Oksanen, fyrstu skáldsögu hennar sem kom út á íslensku í fyrra. Þar segir frá þremur kynslóðum kvenna sem líða fyrir uppruna sinn, fortíð og þjóðerni. Anna býr í velferðarríkinu Finnlandi og á eistneska móður og finnskan föður. Það er flókin staða, ættingjarnir í Eistlandi ímynda sér að fjölskylda Önnu lifi í vellystingum í kapitalísku landi og vilja fá að njóta góðs af. En austur-evrópskar konur eru hataðar og fyrirlitnar í Finnlandi, fá ekki vinnu og eru annars flokks, litið er á þær sem hórur. Þær sem flúðu Eistland mega aldrei snúa aftur til heimalandsins né tala tungu sína. Pabbi Önnu gefur vinum og kunningjum ekkert upp um þjóðerni konu sinnar og skammast sín fyrir hana. Hörmungarnar sem dynja yfir þegar Rússar ryðjast inn í Eistland eru svaðalegar, saklaust fólk er sent til Síberíu í þrælabúðir eða tekið af lífi, alls staðar eru njósnarar og svikarar, sultur og seyra. Ógnarstjórnin er alls staðar, samyrkjubúum er komið á þar sem skipulagið er fáránlegt, verslanir eru tómar nema fyrir þá sem eru innundir hjá stjórnvöldum, símar eru hleraðir, bréf ritskoðuð og svo mætti lengi telja. Anna litla glímir við tilvistarkreppu, vegna uppeldis síns og fortíðar,  og þjáist af lotugræðgi og lystarstoli, hún reynir að hafa stjórn á lífi sínu en stefnir hraðbyri í glötun og dauða. Lýsingarnar á sjúkdómunum eru þannig að mann verkjar í magann, hrikalegar „átsessjónir“ og uppköst með tilheyrandi blekkingum og geðveiki. Anna á í flóknu sambandi við mat og líkama sinn og getur ekki treyst öðru fólki eða bundist því tilfinningaböndum sem leiðir til enn meiri skammar og útilokunar. Þetta er flott saga um blóði drifna sögu þjóðar sem ég þekkti ekki fyrir. Endalaus eru dæmin í veröldinni um fagrar hugsjónir eins og t.d. sósíalisma og frjálshyggju sem snúast upp í hrylling vegna þess að manneskjan er svo vanþroskuð, spillt og gráðug.

4 athugasemdir

  1. ÉG Átti í talsverðu basli með þessa bók, fannst söguþráðurinn ekki halda mér og svo er ég bara ekki nógu góð í sögu til að ná alltaf þræðinum, var miklu hrifnari af hinni bókinni hennar og er eiginlega strand með þessa, er ég að verða gömul ??

  2. Sagan er dodlið ruglingsleg í byggingu, flakkað í tíma og maður veit ekki alveg hver er hver framan af. En það skýrist þegar á líður. Mér fannst sagan mögnuð og stórfróðleg, allt þetta ofbeldi hefur verið þagað í hel og þess bera menn sár…

  3. ps Við erum náttúrulega bráðungar, er það ekki í mars 2013 sem þú kemst á virðulegan aldur? Ef ég man rétt ertu hrútur? Var í fimmtugspartíi hjá Heiðrúnu K sl. sunnudag, meira hvað maður þekkir mikið af gömlu fólki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s