Innan þriggja daga

Þessi mynd er rosa spennandi, og temmilega mikið ofbeldi, drama og spenna í henni fyrir minn smekk. Russel Crowe er miðaldra ístrubelgur og fjölskyldufaðir, órakaður og úfinn, en alveg með sjarmann þegar hann tekur til sinna ráða gagnvart óréttlátu dómskerfi. Elízabeth Banks er fín leikkona og sannfærandi, bæði sem glæsileg framakona og vondaufur fangi. Plottið gengur s.s. ekki út á að drepa sem flesta heldur að gera pottþétt flóttaplan þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði. Ég var á sætisbrúninni allan tímann og nagaði neglur Leikstjóri er Paul Haggis sem gerði Crash ofl. Mæli með þessari afþreyingu á vetrarkvöldi þegar sjónvarpsdagskráin er alveg glötuð.

Ein athugasemd

  1. Hljómar spennandi, en ef maður ætlaði í bíó þá daga sem leiðinlegt væri í sjónvarpinu þá væri maður í bíó nánast alla daga……..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s