Eldhaf

Ég keypti ekki leikskrá Eldhafs í Borgarleikhúsinu og vissi ekkert um hvað stykkið var þegar mér bauðst miði á sunnudagskvöldið klukkan átta. Ég áttaði mig því ekki á hvar sagan gerist en veit núna að sögusviðið er víst Líbanon. Verkið gæti gerst í hvaða stríðshrjáða landi sem er þar sem aðskilnaður, pyntingar og þjóðarmorð viðgangast. Mér fannst þetta frekar leiðinlegt leikrit, framvinda alltof hæg og löngu ljóst hvernig í pottinn er búið þegar leikararnir stynja því upp. Annað hvort er það leikritaskáldinu að kenna eða leikstjóranum, Það að útskýra hvernig trúðsnefið barst böðlinum er út í hött, áhorfendur voru alveg búnir að átta sig á því án þess. Fyrri hlutinn er alltof langdreginn.Gói stóð sig vel, tvíburasystirin og amman voru hins vegar með ýkta tilburði og framsögn sem varð þreytandi, Bergur Þór var góður en persóna hans er of fyrirferðarmikil og senan í upphafi alltof löng. Vinkonan Santa eða hvað hún heitir var mjög góð og leikur hennar sannfærandi. Unnur Ösp var betri eftir hlé, sérstaklega í réttarhöldunum. Textinn var oft væminn og tilgerðarlegur, og aftur spyr ég, er það þýðandinn eða leikskáldið? Leikmyndin var mjög smart. Leikritið fékkð ágæta dóma í dv (rúv hér) en mikið var ég fegin þegar sýningunni lauk, kl. 23.15.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s