Eitt andartak í einu

Stundum fannst mér að Snjólaug væri farin að skrifa Dalalíf strikes back þegar ég las þorpssögu Hörpu Jónsdóttur sem út kom 2011. Þetta er skemmtileg ástarsaga Lalla og Sólu og gerist í litlu plássi úti á landi, mikið drama og kósí stemning. Sagan einkennist af mikilli frásagnargleði, líflegum samtölum og heimilislegri spennu. Andstæður eru skýrar, þorp og borg, gott og illt, sorg og gleði. Lárus er hlédrægur og einhleypur á besta aldri, hjálpsamur og samviskusamur. Hann hefur þurft að þola stríðni og uppnefni í æsku (ekki mikið gert úr því í sögunni), hann þykir frekar lúðalegur en löngu er orðið tímabært að hann finni sér konu, Sólveig kemur ófrísk í þorpið eftir að hafa lent í ruglinu í Reykjavík, glæsileg og dularfull. Tildragelsi þeirra er skemmtilega lýst og þorpsbúar eru spenntir að sjá hvernig fer fyrir  turtildúfunum. Persónurnar eru margar, þær skjóta upp kolli hér og þar í sögunni með fyndin tilsvör og alls kyns uppákomur. Það hefði mátt gefa sumum þeirra meiri tíma og alúð, t.d. sögu Guðmundar grjóts og Guðbjargar hárgreiðslukonu. Og hvað varð t.d. um Sigga bróður? Það er auðvelt að lifa sig inn í söguna, hún rennur vel og persónurnar eru kunnuglegt fólk en ýmsar alka- og trúarpælingar hefði kannski mátt stytta.Víða er skipt milli sögusviða og oft tengt saman með slúðri, kerlingar hittast yfir kaffibolla og taka stöðuna eða kallar kjafta í heita pottinum. Boðskapur sögunnar felst í titli hennar, það er víst best að lifa eitt andartak í einu því aldrei veit maður hvenær skipast veður í lofti. Hér má heyra Hörpu lesa upphaf sögunnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s