Mikið var ég ánægð að sjá það í blöðunum að búið er að stofna minningarsjóð um söngvarann ástsæla, Vilhjálm Vilhjálmsson. Ég er einn af hans heitustu aðdáendum fyrr og síðar. Hann hljómaði af vinyl á grammófóninum í uppvextinum og átti svo svaðalegt comeback hjá mér um 2000. Rödd hans er silkimjúk og langflest lögin sígild og svo er hann svo ósköp sætur. Ef hann hefði lifað hefði hann orðið löggiltur ellilífeyrisþegi í gær.